IDB 2023 in Iceland
IDB 2023 in Iceland
Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni árið 2023 / Biodiversity Festival in 2023
Líffræðileg fjölbreytni er nauðsynleg öllu lífi á jörðinni og verndun hennar er ein mikilvægasta áskorun samtímans. BIODICE, íslenskur samstarfsvettvangur um líffræðilega fjölbreytni, efnir til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni árið 2023. Á þessari hátíð viljum við fagna líffræðilegri fjölbreytni og vekja athygli á sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Með röð viðburða viljum við stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Líffræðileg fjölbreytni er meira en fjöldi tegunda lífvera á borð við dýr, sveppi og plöntur, það er einnig fjölbreytnin innan þessara tegunda sem er svo mikilvæg, sem og sérkenni íslensks landslags sem eru búsvæði lífveranna. Við fögnum líka fjölbreytni íslensks samfélags því manneskjan er hluti af náttúrunni, og eins og gildir fyrir vistkerfin er það fjölbreytnin sem gerir okkur lífseig og skapandi. Ef þú ert nú þegar með eða langar að skipuleggja viðburð, hann fjallar um ofangreind málefni og þú vilt auglýsa hann undir hatti hátíðarinnar þá endilega vertu í sambandi við okkur og við munum hafa samband um hæl.
If you already have or want to organize an event that deals with the above issues and you want to advertise it under the banner of the festival, please contact us and we will be in touch soon. More information: https://biodice.is/hatid2023/ BIODICEBiodice website: https://biodice.is/
|